Hefðin og arfleifðin - Arnaldur í viðtali hjá The Times Atli Steinn Guðmundsson skrifar 22. september 2008 12:16 Arnaldur Indriðason. MYND/Fréttablaðið/Valli „Bækur Arnalds veita innsýn í hið sérstaka hugarfar Íslendinga og það virðast lesendur um gervallan heiminn kunna að meta," skrifar Doug Johnstone, blaðamaður hjá The Times og rithöfundur að auki, í viðtali sem hann tók við Arnald Indriðason og birtist í blaðinu á föstudaginn. Johnstone hefur það eftir Arnaldi, sem hann ræddi við á kaffistofu Norræna hússins, að Íslendingar hafi í raun ekki átt sér neina glæpasagnahefð. Ekki hafi verið litið á glæpasögur sem bókmenntagrein heldur hafi þær verið álitnar hálfgert hrat og ekki par vitrænar. Johnstone veltir því fyrir sér hvort einhver hafi sagt þetta upp í opið geðið á Arnaldi og lýsir honum sem manni með mikla nærveru og alvarlegt svipmót sem þó sé vingjarnlegur í fasi og hafi þægilegan talanda. Fortíðarást með framtíðarsýn „Bækur Arnalds gefa ágæta sýn á félagslega og pólitíska þróun íslensks samfélags síðustu tveggja kynslóða, samfélags sem reynir eftir megni að samþætta ást á arfleifð sinni og örar breytingar á tækni, auði og iðnaði og þar með að kveikja fortíðarást sem þó á sér framtíðarsýn," skrifar Johnstone og vitnar í skoska glæpasagnahöfundinn Ian Rankin sem einhvern tímann sagði að sá sem vildi kynnast þjóð skyldi lesa glæpasögur hennar. Johnstone fjallar um persónu Erlends Sveinssonar lögreglumanns, meginsöguhetju Arnalds, og segir hann vera annað og meira en miðaldra skaphund. Erlendur sýni fórnarlömbunum á sögusviðinu ríka samúð en fyrir burðist hann þó með nægan tilfinningalegan farangur þar sem bróðir hans hafi týnst í ofsaveðri þegar þeir voru börn og jarðneskar leifar hans aldrei komið fram. Fleiri bækur um Erlend Arnaldur segist í viðtalinu eiga ýmsum norrænum glæpasagnahöfunum skuld að gjalda og nefnir Peter Høeg, Henning Mankell og rithöfundahjónin Maj Sjöwall og Per Wahlöö sem skópu sögurnar af Martin Beck en sögusvið þeirra er Stokkhólmur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Johnstone klykkir út með þeim orðum Arnalds að hann þyrsti í að kynnast Erlendi betur: „Það koma fleiri bækur um hann, alveg þar til ég hef lokið sögu hans og tel tímabært að kveðja hann. En ég veit ekki hvenær það verður því hann er mér enn ráðgáta," segir Arnaldur. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
„Bækur Arnalds veita innsýn í hið sérstaka hugarfar Íslendinga og það virðast lesendur um gervallan heiminn kunna að meta," skrifar Doug Johnstone, blaðamaður hjá The Times og rithöfundur að auki, í viðtali sem hann tók við Arnald Indriðason og birtist í blaðinu á föstudaginn. Johnstone hefur það eftir Arnaldi, sem hann ræddi við á kaffistofu Norræna hússins, að Íslendingar hafi í raun ekki átt sér neina glæpasagnahefð. Ekki hafi verið litið á glæpasögur sem bókmenntagrein heldur hafi þær verið álitnar hálfgert hrat og ekki par vitrænar. Johnstone veltir því fyrir sér hvort einhver hafi sagt þetta upp í opið geðið á Arnaldi og lýsir honum sem manni með mikla nærveru og alvarlegt svipmót sem þó sé vingjarnlegur í fasi og hafi þægilegan talanda. Fortíðarást með framtíðarsýn „Bækur Arnalds gefa ágæta sýn á félagslega og pólitíska þróun íslensks samfélags síðustu tveggja kynslóða, samfélags sem reynir eftir megni að samþætta ást á arfleifð sinni og örar breytingar á tækni, auði og iðnaði og þar með að kveikja fortíðarást sem þó á sér framtíðarsýn," skrifar Johnstone og vitnar í skoska glæpasagnahöfundinn Ian Rankin sem einhvern tímann sagði að sá sem vildi kynnast þjóð skyldi lesa glæpasögur hennar. Johnstone fjallar um persónu Erlends Sveinssonar lögreglumanns, meginsöguhetju Arnalds, og segir hann vera annað og meira en miðaldra skaphund. Erlendur sýni fórnarlömbunum á sögusviðinu ríka samúð en fyrir burðist hann þó með nægan tilfinningalegan farangur þar sem bróðir hans hafi týnst í ofsaveðri þegar þeir voru börn og jarðneskar leifar hans aldrei komið fram. Fleiri bækur um Erlend Arnaldur segist í viðtalinu eiga ýmsum norrænum glæpasagnahöfunum skuld að gjalda og nefnir Peter Høeg, Henning Mankell og rithöfundahjónin Maj Sjöwall og Per Wahlöö sem skópu sögurnar af Martin Beck en sögusvið þeirra er Stokkhólmur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Johnstone klykkir út með þeim orðum Arnalds að hann þyrsti í að kynnast Erlendi betur: „Það koma fleiri bækur um hann, alveg þar til ég hef lokið sögu hans og tel tímabært að kveðja hann. En ég veit ekki hvenær það verður því hann er mér enn ráðgáta," segir Arnaldur. Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira