Innlent

Sullenberger frumsýnir seinni hluta Glitnismyndbands

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger.

Jón Gerald Sullenberger sendir frá sér annan hluta af svokölluðu Glitnismyndbandi nú í kvöld. Fyrri hlutinn birtist fyrir skömmu en myndbandið hefur vakið mikla athygli.

Í tilkynningu sem Jón Gerald sendir fjölmiðlum í kvöld spyr hann hvernig þetta gat gerst.

„Er það virkilega Seðlabankanum að kenna að skuldir íslensku bankanna eru 12 sinnum þjóðarframleiðsla Íslendinga?

Eða er það útrásar-bullukollum sem hafa mergsogið íslenska bankakerfið inn að beini í uppbyggingu Exista, Baugs, FL Group Eimskip og annarra viðskiptavelda?," spyr Jón Gerald.

Myndbandið má sjá hér








Tengdar fréttir

Sullenberger frumsýnir nýtt myndband - Glitnir í höndum Stoða

Athafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger vonast til þess að íslenska þjóðin komist heil frá því sem hann kallar harmleik sem nú á sér stað. Hann hefur látið útbúa myndband um Glitnibanka. Fyrr í vikunni var tilkynnt að bankinn verður ríkisvæddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×