Fótbolti

Adriano kominn á hálan ís

AFP

Forráðamenn brasilíska liðsins Sao Paolo eru komnir á fremsta hlunn með að reka framherjann Adriano frá félaginu vegna agabrota.

Adriano hefur verið á mála hjá Sao Paolo sem lánsmaður frá Inter undanfarið en hefur ekki náð að halda sér á mottunni eins og forráðamenn félagsins vonuðust til.

Á föstudaginn kom hann of seint á æfingu og fór of snemma heim og hótaði um leið myndatökumanni sem var á vellinum. Fyrr í þessum mánuði skallaði hann leikmann Santos.

"Við erum búnir að sekta hann en það virðist ekki hafa áhrif á hann og ef hann sættir sig ekki við þessar refsingar, neyðumst við til að láta hann fara," sagði varaforseti félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×