Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júlí 2008 16:40 Algeng sjón á Egilsstöðum en myndin var tekin þar fyrir stuttu. MYND/Björgvin Hilmarsson „Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri. Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi. Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni. Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.Fólk fúlt og reittHildur Evlalía Unnarsdóttir„Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.„Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.„Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.„Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira