Lífið

Mariah með eiginmanninn undir hælnum

Það eru ekki tveir mánuðir frá því Mariah Carey giftist ástinni sinni, Nick Cannon, en svo virðist sem stefni í vandræði hjá hjónakornunum. Samkvæmt heimildum Life & Style tímaritsins gætu dívustælar söngkonunnar orðið til þess að þau skilji.

Einn vina parsins sagði í tímaritinu að hann reiknaði ekki með því að þau entust í hálft ár. Nick þurfi lon og don að snúast um eiginkonuna, sem vilji stöðugt láta þjóna sér, og það geti ekki enst til lengdar. „Hann gerir hvað sem er fyrir hana. Hann er eins og hvolpurinn hennar," sagði vinurinn. „Aðstoðarmenn Mariuh og vinir hans kalla hann Kúgaða Nick þegar hann heyrir ekki til. Þeir bera enga virðingu fyrir honum því hann er eins og dyramotta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.