Innlent

Ekkert að frétta af bankaræningjanum

Þessi maður rændi útibú Landsbankans í morgun með hnífi.
Þessi maður rændi útibú Landsbankans í morgun með hnífi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu nú í kvöld hefur hún ekki enn haft hendur í hári bankaræningjans sem réðst inn í útibú Landsbankans í Hafnarfirði í morgun.

Málið er enn í rannsókn og verið er að hafa tal af nokkrum mönnum sem bent var á eftir að lögregla birti mynd af manninum nú síðdegis.

Lögreglan vildi lítið gefa upp um hvernig rannsókninni miðar en einhverjar vísbendingar bárust eftir myndbirtinguna.

Lögreglan notaðist meðal annars við þyrlu landhelgisgæslunnar við leitina í dag.

Þeir sem geta gefið lögreglu einhverjar upplýsingar um bankaræningjann er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444-1111.


Tengdar fréttir

Rændi banka við hliðina á sýslumanni

Upptökur úr eftirlitsmyndavél á húsi sýslumannsins í Hafnarfirði er meðal þess sem skoða á í tengslum við rán í útibúi Landsbankans við Bæjarhraun 16 í morgun. Sýslumaður er í næsta húsi við bankann.

Rændi banka vopnaður hnífi

Vopnað rán var framið í útibúi Landsbankans í Bæjarhrauni laust eftir að útibúið var opnað í morgun.

Lögregla birtir myndir af ræningja

Leit að manni sem rændi útibú Landsbankans við Bæjarhraun í Hafnarfirði hefur enn engan árangur borið. Lögregla hefur því ákveðið að birt mynd af honum.

Ránið hálftilgangslaust því peningar eru ekki aðgengilegir

„Það slasaðist enginn og við erum ánægð með það því það er mikilvægast í svona málum," segir Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans, um vopnað rán sem framið var í útibúi bankans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í morgun. Þar ruddist ungur maður inn og ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði einhverja fjármuni á brott með sér.

Hefur fengið nokkrar ábendingar um ræningja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar ábendingar um mann sem rændi útibú Landsbankans í Hafnarfirði í morgun í kjölfar þess að hún birti mynd af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×