Innlent

50 sumarbústaðir seldir á nauðungarsölu

Sumarbústaðrland í Grímsnesi
Sumarbústaðrland í Grímsnesi

50 sumarbústaðir hafa verið seldir á nauðungarsölu hjá sýslumanninum á Selfossi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Mun þetta vera um þriðjungi fleiri bústaðir en í fyrra. Þá eru dæmi um að sumarbústaður með láni að upphæð 43 milljónir króna hafi verið sleginn á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á tíu milljónir.

Í flestum tilvikum er það bankinn sem lánaði upphaflega fyrir kaupunum sem endar með að kaupa eignina tilbaka á uppsprengdu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×