Lífið

Matt Lucas gæti þurft að borga eiginmanninum fúlgur fjár

Little Britain grínistinn Matt Lucas gæti þurft að greiða eiginmanni sínum, sjónvarpsframleiðandanum Kevin McGee, umtalsverðar fjárhæðir vegna yfirvofandi skilnaðar þeirra. Tilkynnt var um skilnað parsins í gær.

Reglur um upplausn staðfestrar samvistar samkynhneigðra í Bretlandi eru svipuð og fyrir skilnað gagnkynhneigðra para. Þeir Lucas og McGee voru gefnir saman fyrir átján mánuðum síðan og því á McGee rétt á stórum hluta auðæfa eiginmannsins. Þau eru metin á fimmtán milljónir punda eða rúman tvo og hálfan milljarð króna.

Samkvæmt heimildum Daily Mail vonast Lucas til að McGee fáist til að semja um skilnaðarbætur. Hann vill fyrir alla muni forðast réttarhöld, sem hann telur geta varpað slæmu ljósi á staðfesta samvist samkynhneigðra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.