Fótbolti

Dóttir Boulahrouz látin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Khalid Boulahrouz og eiginkona hans eftir leik Hollands og Rúmeníu.
Khalid Boulahrouz og eiginkona hans eftir leik Hollands og Rúmeníu. Nordic Photos / AFP

Nýfædd dóttir Khalid Boulahrouz, leikmanns hollenska landsliðsins, og eiginkonu hans lést í gær en hún var fyrirburi.

Fram kom í fréttatilkynningu hollenska knattspyrnusambandsins að Boulahrouz hafi yfirgefið herbúðir landsliðsins í gær um leið og fréttist að eiginkona hans, Sabia, hefði verið flutt upp á sjúkrahús.

Boulahrouz hefur verið í byrjunarliði hollenska landsliðsins í öllum leikjum liðsins á EM 2008 til þessa en liðið mætir Rússlandi í fjórðungsúrslitum keppninnar á laugardaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×