Lífið

David Beckham á nærunum

Þær voru ófáar konurnar sem glöddust yfir auglýsingaherferð nærfatalínu Emporio Armani í vetur. David Beckham var andlit herferðarinnar, þó það hafi líklega ekki verið sá líkamshluti sem konur gláptu á meðan þær veltu fyrir sér mögulegum skýringum á krónískum fýlusvip eiginkonu hans Victoriu.

Nú ætlar fótboltakappinn að endurtaka leikinn. Í kvöld verður afhjúpuð risavaxið auglýsingaspjald með kappanum í kunnuglegum stellingum fyrir framan Macy's verslunina í San Fransisco.

Myndirnar munu ekki birtast á vefsíðu Armani fyrr en á mánudaginn næsta, en þangað til er hægt að hugga sig við fyrri herferðina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.