Lífið

Fékk þakkargjöf frá konum

Frú Vigdís Finnbogadóttir
Frú Vigdís Finnbogadóttir

Íslenskar konur færðu Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í dag þakkargjöf fyrir allt það sem hún hefur gert í þágu kvenna.

Vigdís bauð heimili sitt við Aragötu undir athöfnina og þangað söfnuðust áhrifakonur úr íslensku þjóðlífi til að heiðra fyrstu konuna sem kjörinn var þjóðhöfðingi í heiminum en við hæfi þótti að velja kvenréttindadaginn 19. júní.

Til konu, frá konum, nefnist þakkargjöfin, sex tækifæriskort í gjafapakkningu eftir íslenskar myndlistakonur, en kortin verða seld til styrktar Stofnun Vigdíar Finnbogadóttur.

Og Vigdísi var komið skemmtilega á óvart þegar upplýst var að ein listakonan í hópnum er dóttir hennar, Ástríður Magnúsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.