Lífið

Nýtt lag Merzedes Club frumflutt á morgun

Get the fuck out, nýtt lag Merzedes Club, verður frumflutt á tónleikum sveitarinnar og Á móti sól á Nasa annað kvöld. „Við erum að tala um rándýrt prógramm. Magni og Stóri saman með ball, það getur eiginlega ekki klikkað," segir Egill Gillz Einarsson.

Gillz syngur stóran hluta af nýja laginu, og segir það stórvel gert hjá sér. „Þarna getur fólk heyrt hvað ég er ógeðslega góður söngvari. Menn voru eitthvað að tala um að ég hljómaði svolítið eins og Bono. Það er fáránlegt hvað ég er búinn að bæta mig fljótt," segir Gillz af þeirri hógværð sem hann er þekktur fyrir.

Annað lag, Bass Cop, sem sveitin hefur tekið á tónleikum undanfarið, er væntanlegt í útvarpsspilun á næstu dögum. „Bass Cop sýnir hvað við erum fjölhæfur listahópur," segir Gillz og bætir við að lagið sé „grjóthart" og um margt frábrugðið fyrri smellum sveitarinnar á borð við Meira frelsi. Hægt er að hlusta á herlegheitin á MySpace síðu sveitarinnar.

Fyrsta plata Merzedes Club er svo væntanleg í næsta mánuði, og er Gillz ekkert að skafa utan af væntingum sínum til hennar. „Þetta verður náttúrulega besta plata í heimi."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.