Innlent

Kanna sameiningu Keflavíkurflugvallar og Flugstoða

Kristján Möller.
Kristján Möller.

Kristján Möller, samgönguráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að kanna hagkvæmni þess að sameina opinberu hlutafélögin Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll.

Flugstoðir annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla og lendingarstaða á Íslandi, annarra en Keflavíkurflugvallar. Einnig annast félagið alla flugleiðsöguþjónustu sem Ísland veitir fyrir alþjóðlegt flug og innanlandsflug. Alls starfa kringum 230 manns hjá félaginu.

Á liðnu sumri var stofnað opinbera hlutafélagið Keflavíkurflugvöllur þar sem sameina á rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Unnið hefur verið að undirbúningi síðan og var forstjóri ráðinn í byrjun október. Fjöldi starfsmanna þess verður kringum 300 manns.

Í ljósi þessarar ákvörðunar samgönguráðheerra verður ekki að sinni af flutningi flugleiðsöguþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli til Flugstoða sem ráðgerður var nú um áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×