Erlent

"Deep Throat" er dáinn

Mark Felt, yfirmaðurinn hjá bandarísku alríkislögreglunni, sem kallaður var "Deep Throat" í Watergate málinu á áttunda áratugnum , er látinn. Felt, sem var 95 ára þegar hann lést, var heimildarmaður blaðamannana Bernstein og Woodward sem birtu greinar í Washington Post sem afhjúpuðu spillingarmál sem Richard Nixon bandaríkjaforseti tengdist. Málið leiddi að lokum til afsagnar hans.

Hið rétta nafn "Deep Throat" var á huldu allt til ársins 2005 þegar Felt viðurkenndi að hann væri heimildamaðurinn í viðtali við tímaritið Vanity Fair. Fram að því höfðu blaðamennirnir harðneitað að tjá sig um hver hann væri og lýstu því yfir að þeir myndu aðeins rjúfa þögnina eftir dauða hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×