Segir drauma Íslendinga að verða að engu 6. október 2008 21:27 MYND/Valgarður Breska blaðið Daily Telegraph fjallar í kvöld um hinar miklu breytingar sem eru yfirvofandi á íslensku efnahagslífi og segir mikið hafa breyst í landinu á einu ári. Vísað er til þess að í nóvember í fyrra hafi Ísland verið meðal fremstu landa á Vesturlöndum og að lífsskilyrðin hafi verið þau bestu í heimi samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Efnahagslegt kraftaverk hafi átt sér stað hér á landi og ekkert bankakerfi í heiminum hafi þanist út jafnhratt. Skuldir þjóðarbúsins hafi hins vegar hlaðist hratt upp og útlit sé fyrir að veislunni ljúki á hroðalegan hátt. Þá lýsir blaðamaður þeirri kreppu sem skekið hefur landið síðustu daga og segir landið á leið aftur í þá stöðu sem það hafi verið áður, meðal fátækari ríkja Evrópu. Bent er á að Kaupþing komist ekki á lista yfir hundrað stærstu banka heims en hafi engu að síður mikil áhrif á breskt efnahagslíf því bankinn hafi fjármagnað ýmis kaup í Bretlandi. Þá sé óvissa um eignir Baugs í Bretlandi. Bent er á að á uppgangstímunum hafi eignir fjölskyldna landsins aukist um 45 prósent að meðaltali á fimm árum og þá hafi landsframleiðsla aukist um fjögur til sex prósent á ári. Í boði hafi verið hundrað prósenta húsnæðislán, mörg hver í erlendri mynt. Þegar gengi krónunnar hafi fallið hafi lánin tvöfaldast og þúsundir horfi fram á erfiðleika. Telegraph segir það eiginlega hafa verið óumflýjanlegt að alþjóðakreppan hafnaði á ströndum Íslands. Stjórnvöld hafi tryggt allar eignir Íslendinga í bönkum en geti ekki tryggt eignir þúsunda Breta sem lagt hafi peninga inn á netreikninga. Telegraph segir að það hafi tekið nokkurn tíma fyrir ástandið að versna en í vor þegar menn fóru að spyrja spurninga um efnahagslífið hafi landsmenn verið í afneitun. Vitnað er til orða Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem segir suma hafa nefnt hagfræðina hér hunangsfluguhagfræði „því það er erfitt að átta sig á því hvernig hún flýgur en hún gerir það samt," segir Dagur. Telegraph segir þó að hunangsflugur flúgi ekki hátt nú frekar en milljarðamæringar sem reynt hafi að kaupa verslunargöturnar á Bretlandi. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Breska blaðið Daily Telegraph fjallar í kvöld um hinar miklu breytingar sem eru yfirvofandi á íslensku efnahagslífi og segir mikið hafa breyst í landinu á einu ári. Vísað er til þess að í nóvember í fyrra hafi Ísland verið meðal fremstu landa á Vesturlöndum og að lífsskilyrðin hafi verið þau bestu í heimi samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Efnahagslegt kraftaverk hafi átt sér stað hér á landi og ekkert bankakerfi í heiminum hafi þanist út jafnhratt. Skuldir þjóðarbúsins hafi hins vegar hlaðist hratt upp og útlit sé fyrir að veislunni ljúki á hroðalegan hátt. Þá lýsir blaðamaður þeirri kreppu sem skekið hefur landið síðustu daga og segir landið á leið aftur í þá stöðu sem það hafi verið áður, meðal fátækari ríkja Evrópu. Bent er á að Kaupþing komist ekki á lista yfir hundrað stærstu banka heims en hafi engu að síður mikil áhrif á breskt efnahagslíf því bankinn hafi fjármagnað ýmis kaup í Bretlandi. Þá sé óvissa um eignir Baugs í Bretlandi. Bent er á að á uppgangstímunum hafi eignir fjölskyldna landsins aukist um 45 prósent að meðaltali á fimm árum og þá hafi landsframleiðsla aukist um fjögur til sex prósent á ári. Í boði hafi verið hundrað prósenta húsnæðislán, mörg hver í erlendri mynt. Þegar gengi krónunnar hafi fallið hafi lánin tvöfaldast og þúsundir horfi fram á erfiðleika. Telegraph segir það eiginlega hafa verið óumflýjanlegt að alþjóðakreppan hafnaði á ströndum Íslands. Stjórnvöld hafi tryggt allar eignir Íslendinga í bönkum en geti ekki tryggt eignir þúsunda Breta sem lagt hafi peninga inn á netreikninga. Telegraph segir að það hafi tekið nokkurn tíma fyrir ástandið að versna en í vor þegar menn fóru að spyrja spurninga um efnahagslífið hafi landsmenn verið í afneitun. Vitnað er til orða Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem segir suma hafa nefnt hagfræðina hér hunangsfluguhagfræði „því það er erfitt að átta sig á því hvernig hún flýgur en hún gerir það samt," segir Dagur. Telegraph segir þó að hunangsflugur flúgi ekki hátt nú frekar en milljarðamæringar sem reynt hafi að kaupa verslunargöturnar á Bretlandi.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira