Innlent

200 manns taka þátt í leitinni að rjúpnaskyttunni

Mannsins hefur nú verið leitað í tæpa viku.
Mannsins hefur nú verið leitað í tæpa viku.

Um 200 björgunarsveitamenn af mest öllu landinu eru nú við leit að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í tæpa viku á Skáldabúðarheiði í Árnessýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Björgunarsveitafólkið kemur af nær öllu landinu, eða frá Akureyri að Höfn í Hornafirði. Leitin hefur enn engan árangur borið. Notaðir eru hundar við leitina, sem og gangnamenn á hestum úr sveitinni sem þekkja vel til svæðisins.

Aðstæður til leitar eru erfiðar en á svæðinu er snjómugga. Leitað verður fram í myrkur.

Maðurinn sem leitað er að heitir Trausti Gunnarsson til heimilis að Eskihlíð 12b í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1938.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×