Erlent

Tutu skammar Ísraela og Palestínumenn

Óli Tynes skrifar
Desmond Tutu, erkibiskup.
Desmond Tutu, erkibiskup.

Desmond Tutu erkibiskup í Suður-Afríku lauk í dag rannsóknarferð sinni á Gaza svæðinu.

Hann fordæmdi Ísraela fyrir fallbyssuárás sem kostaði 18 manna palestinska fjölskyldu lífið árið 2006. Hann sagði þá skýringu Ísraela að tæknileg mistök hefðu orðið, ekki duga.

Desmond Tutu hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1985 fyrir friðsamlegt andóf sitt gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann leiddi einnig hina svokölluðu Sannleika- og sáttanefnd sem gerði upp fortíðina þar í landi.

Erkibiskupinn mun leggja skýrslu sína fyrir fund Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf í September. Ísraelar höfnuðu samvinnu við rannsóknarnefnd hans. Þeir saka Mannréttindanefndina um fordóma gagnvart Ísrael.

Desmond Tutu fordæmdi einnig eldflaugaárásir Hamas á Ísrael. Hann sagði við Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamas á Gaza að árásirnar væru gróft brot á mannréttindum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.