Enski boltinn

Ramos: Ástandið er hræðilegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham.
Sergio Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham. Nordic Photos / AFP

Juando Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að ástandið hjá félaginu sé hræðilegt en félagið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham tapaði í gær fyrir Stoke og er sem fyrr á botni deildarinnar. Gareth Bale og Michael Dawson fengu báðir að líta rauða spjaldið í gær og ekki er það til að bæta stöðu mála hjá félaginu.

„Ég hef áhyggjur af ástandinu," sagði Ramos. „Sem stendur er það hræðilegt. Allir eru mjög leiðir yfir þessu og við þurfum að leggja mjög hart að okkur til að snúa þessu við. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að það verði gert en ábyrgðin liggur á öllum þeim sem starfa hjá félaginu. Hún byrjar hjá mér og nær alveg til síðasta manns."

Aðeins einu félagi hefur tekist að forða sér frá falli úr deildinni eftir að hafa náð tveimur eða færri stigum úr fyrstu átta leikjunum. Southampton tókst það tímabilið 1998-99.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×