Lífið

Bubbi spáir keppanda í bandinu landsfrægð

Úrslitin ráðast í Bandinu hans Bubba annað kvöld, og er óhætt að segja að spennan sé farin að magnast. Þeir Arnar Már og Eyþór keppa um plássið í bandinu og þrjár milljónir í verðlaunafé, en ef marka má Bubba sjálfan þarf sá sem tapar ekki að örvænta.

Bubbi segir hvern þann sem hefur vit á tónlist geta viðurkennt að annar eins talent hafi ekki ekki sést áður í sögu raunveruleikasjónvarps. „Þessir tveir eru það góðir að ég spái því að eftir fjörtíu ár verði meiri líkur en minni á að annar þessara einstaklinga verði klassiker í íslenskri dægurtónlist."

Hann segir að hann væri stoltur að hafa hvorn þeirra sem væri sem söngvara í bandinu. „Hvor um sig gæti staðið keikur á sviði með þessari súpergrúppu án þess að þurfa að stóla á hana sem hækju," segir Bubbi. „Það er magnað að ég skuli fá tvo svona krafta í þáttinn. Einn hefði verið ásættanlegt, tveir er bara magnað."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.