Lífið

Gústi á Hrauninu: Betri en Bubbi Morthens

Gústi Hraundal er augljóslega mikill aðdáandi Bubba Morthens.
Gústi Hraundal er augljóslega mikill aðdáandi Bubba Morthens.

Kristmundur Þ. Gíslason, fangi á Litla Hrauni, opnar málverkasýningu á Litla-Hrauni í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka næsta laugardag klukkan þrjú. Þá mun Gústi Hraundal samfangi hans flytja eigin tónlist við opnun sýningarinnar.

Þegar Vísir hafði samband við Gústa sagðist hann ætla að spila létta trúbadorstónlist. Hann segist hafa verið að fikta við tónlistarsmíð frá því að hann var krakki. „Mér hefur verið líkt við Bubba. Bubbi er góður en ég er betri," sagði Gústi í léttu gríni. Hann segist þegar hafa gefið út einn geisladisk og hann sé með annan í smíðum.

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla Hrauni, sagði í samtali við Vísi að mikill áhugi væri á því á meðal folks á Litla Hrauni að vekja athygli á því öllu því jákvæða sem gerðist innan veggja fangelsisins. Gróskumikið listastarf væri hluti af því. Hún sagði að Kristmundur hefði haldið málverkasýningar áður en hann hafi komið á Litla Hraun og hefði gengið vel að selja málverk sín. Kristmundur verður ekki viðstaddur opnun sýningarinnar á laugardag en konan hans verður fulltrúi hans þar, að sögn Margrétar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.