Lífið

Eiginkonan vill tíu milljónir á mánuði

Parið meðan allt lék í lyndi.
Parið meðan allt lék í lyndi.
Skilnaður Johns Cleese við eiginkonuna virðist ekki jafn vinalegur og hann hélt fram í fyrstu. Parið tilkynnti um skilnaðinn í janúar, og nú er komið að því að ákveða hvernig fjármálunum verður háttað. Og það stefnir í blóðuga baráttu.

Eiginkonan, sálfræðingurinn Alyce Faye Eichelberger, bjó með þremur börnum sínum í blokkaríbúð þegar hún giftist Cleese árið 1992. Hún ætlar greinilega ekki í þann lífsstíl aftur.

Eichelberger segist ekki geta dregið fram lífið á minna 71 þúsund pundum, eða tíu milljónum króna, á mánuði, og þær á Cleese að skaffa. Inni í þeirri tölu eru tvö þúsund pund á mánuði í föt, fimm þúsund í gjafir, veislur og ferðalög, og þúsund í veitingastaði. Þá vill hún helming allra tekna hans frá því þau giftust og helming þess húsnæðis sem hann á.

Vinir Cleese hafa skýrt þessa bráðum fyrrverandi eiginkonu hans Heather Cleese, eftir annari nýskilinni konu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.