Innlent

Ræddu kjarasamninga í ráðherrabústaðnum

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna.

„Það er hlutur sem ætti eftir að koma betur í ljós - það er greinilega ansi margt í skoðun og þetta er nú ekki nefnt því nafni," segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, þegar hún er spurð að því hvort unnið sé að þjóðarsáttasamningum.

Forystumenn BHM ásamt forystumönnum Kennarasambandsins og fleiri stéttarfélaga voru á meðal þeirra sem komu til fundar við ríkisstjórnina í ráðherrabústaðnum í dag. Þá voru þar forsvarsmenn lífeyrissjóðanna í landinu, forystumenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins auk seðlabankastjóra.

Guðlaug segir að velt hafi verið upp spurningum tengdum kjarasamningum, en fundurinn hafi í eðli sínu hvorki verið upphaf né endir á beinum kjaraviðræðum. Guðlaug segir að líklegast verði eitthvað fundað á morgun. Forystumenn BHM þurfi jafnframt að tala við bakland sitt því hvert félag innan BHM verði að taka afstöðu þegar kjarasamningar eru ræddir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×