Sport

Federer og Williams úr leik

NordcPhotos/GettyImages

Tvær af stórstjörnunum í tennisheiminum máttu bíta í það súra epli að falla úr leik á Ólympíuleikunum í Peking í dag.

Roger Federer hefur ekki náð sér á strik undanfarin misseri og í dag tapaði hann fyrir Bandaríkjamanninum James Blake í fjórðungsúrslitunum. Blake hafði tapað átta sinnum í röð fyrir Federer fyrir einvígi þeirra í dag, en fór með sigur af hólmi að þessu sinni 6-4 og 7-6.

Þá tapaði hin bandaríska Serene Williams fyrir Elenu Dementievu frá Rússlandi í fjórðungsúrslitunum 3-6, 6-4 og 6-3 og systir hennar Venus tapaði síðar fyrir hinni kínversku Li Na 7-5 og 7-5.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×