Lífið

Afkomendur Brasilíufara færðir til bókar

Hver veit nema brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen geti rekið ættir sínar til Íslands.
Hver veit nema brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen geti rekið ættir sínar til Íslands.

Búið er að skrá tæplega fjögur þúsund afkomendur þeirra Íslendinga sem fluttu til Brasilíu á 19. öld. Ættfræðiþjónustan hefur unnið að verkinu ásamt ungum brasilíumanni og hefur málið vakið nokkra athygli í Brasilíu.

Fyrstu íslendingarnir fóru til Brasilíu árið 1863. Áratug síðar fóru hátt fjörutíu Íslendingar til viðbótar en þrír þeirra fórust á leiðinni. Brasilíumaðurinn Luciano Dutra, hefur unnið að skrásetningu afkomenda þessara Íslendinga í samvinnu við Ættfræðiþjónustuna.

Málið hefur vakið nokkra athygli í Brasilíu og er hingað til lands kominn blaðamaður til fjalla um málið.

Verkefnið gengur vel og er nú þegar búið að finna nokkur þúsund afkomendur þeirra Íslendinga sem settust að í Brasilíu á 19. öld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.