Lífið

Davíð baðst undan viðtali fyrir bók um Ólaf forseta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ný bók um Ólaf Ragnar Grímsson kemur út fyrir jólin.
Ný bók um Ólaf Ragnar Grímsson kemur út fyrir jólin.

Einkalíf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður fyrirferðarmikið í nýrri bók sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar um forsetann.

„Ég segi töluvert mikið frá bakgrunni Dorritar. Og jafnframt segi ég töluvert mikið frá því þegar Guðrún Katrín dó og byggi það meðal annars á samtölum við forsetann sjálfan," segir Guðjón í samtali við Vísi.

Guðjón segir að bókin sé samtímasaga fremur en ævisaga. Útrás Íslendinga sé lýst og þætti forsetans í henni. Gert sé grein fyrir tengslaneti forsetans í útlöndum. „Síðan er sagt frá forsetaferli hans og náttúrulega pólítískum átökum um forsetaembættið," segir Guðjón.

Guðjón segist hafa rætt við fjölmarga aðila við ritun bókarinnar. Auk forsetans hafi hann talað við Halldór Ásgrimsson, fyrrverandi ráðherra, og fjölda manna í íslensku viðskiptalífi. „Ég reyndi nú að fá viðtal við Davíð Oddsson af því að hann kemur nú óneitanlega mikið við sögu, en hann baðst undan því," segir Guðjón.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.