Erlent

Viðræðum fram haldið

Aðildarviðræður við Tyrki eru sagðar taka minnst fimm ár enn.
Aðildarviðræður við Tyrki eru sagðar taka minnst fimm ár enn. fréttablaðið/AP

Evrópusambandið hefur samþykkt að bæta tveimur nýjum málefnasviðum við aðildarviðræðurnar við Tyrki.

Franski Evrópumálaráðherrann Bruno Le Maire greindi frá því að banka- og fjölmiðlamál bættust nú við þau tíu svið sem áður höfðu verið hafnar viðræður um. Alls er aðildarviðræðum skipt niður í rúmlega þrjátíu málefnasvið.

Það er ekki hlaupið að því fyrir land eins og Tyrkland að uppfylla aðildarskilyrði ESB, enda er gert ráð fyrir að aðildarviðræðurnar taki minnst fimm ár til viðbótar. Þær hófust árið 2005 en lágu niðri um hríð vegna deilna um Kýpur og mannréttindamál.

Ali Babacan, Evrópumálaráðherra Tyrklands, skoraði á ESB að hvika ekki frá því markmiði að viðræðunum lykti með fullri aðild Tyrklands að sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×