Fótbolti

Svíi og Ítali dæma í fjórðungsúrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Frojdfeldt segir Volkan Demirel að fara í sturtu.
Peter Frojdfeldt segir Volkan Demirel að fara í sturtu. Nordic Photos / AFP

Sænski dómarinn Peter Frojdfeldt mun dæma viðureign Portúgal og Þýskalands í fjórðungúrslitum EM 2008.

Leikurinn fer fram á morgun en Frojdfeldt hefur verið mikið í fréttunum á mótinu. Hann dæmdi leik Hollands og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði umtalað mark.

Nistelrooy virtist vera rangstæður en þar sem Christian Panucci lá utan vallar var hann dæmdur réttstæður. Knattspyrnusamband Evrópu sagði að ákvörðun hans hefði verið rétt.

Þá vísaði hann markverði Tyrkja, Volkan Demirel, í leiknum skrautlega gegn Tékklandi sem Tyrkir unnu 3-2.

Þá mun Roberto Rosetti frá Ítalíu dæma leik Króatíu og Tyrklands í Vínarborg á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×