Innlent

Haldið sofandi eftir mótorhjólaslys

Karlmanni á þrítuggsaldri sem slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi í gær er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Samkvæmt vakthafandi lækni er ástand mannsins óbreytt frá því í gær. Maðurinn er með alvarlega áverka á höfði og verður væntanlega haldið sofandi eitthvað áfram.

Slysið varð í eftirmiðdaginn í gær þegar maðurinn var á mótorhjóli í malarbingum skammt frá afleggjaranum til Skagastrandar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi virðist sem hann hafi dottið og orðið undir mótorhjólinu. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans og var kominn þangað rétt undir kvöldmatarleitið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×