Erlent

Dalai Lama óttast frekari yfirgang Kínverja í Tíbet

Dalai Lama með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Dalai Lama með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Dalai Lama sagði í dag að Tíbet gæti ekki gefið Kína frekari eftirgjöf, en hann heldur áfram að þrýsta á um rétt Tíbet til sjálfsstjórnar. Hann hefur farið fram á að Kínverjar dragi úr yfirganginn sínum yfir fyrrum heimalandi sínu.

Á blaðamannafundi sagði Dalai Lama að yfirvöld í Kína hafi nú þróast út í það að kalla hann aðskilnaðarsinna, en ítrekaði að hann hefði aldrei farið fram á aðskilnað frá Kína.

„Heimurinn veit að Dalai Lama er ekki að fara fram á sjálfstæði, eða aðskilnað," var haft eftir honum á CBS sjónvarpsstöðinni. Hann er nú í heimsókn í Seattle á fimm daga ráðstefnu um samúð.

Hinn andlegi leiðtogi Tíbeta viðurkenndi að sumir sem fylgi málstað Tíbeta séu ekki sammála aðferðum hans.

Hann sagði fréttamönnum að fundir hefðuátt sér stað milli fulltrúa ríkisstjórnar hans sem er í útlegð, og Kínverskra stjórnvalda, en útskýrði það ekki frekar.

Nýlegar óeirðir í Tíbet gegn fimm áratuga yfirráðum Kína hafa leitt til mótmæla sem hafa truflað framgöngu ólympíueldsins á leið um heiminn á leið til Kína þar sem sumarólympíuleikarnir verða haldnir í sumar.

Tengdar fréttir

Dalai Lama vill friðsamar viðræður um Tíbet

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, neitar staðfastlega ásökunum kínverskra yfirvalda um að hann standi á bak við mótmæli sem geisað hafa í landinu. Hann segist ekki sækjast eftir aðskilnaði Tíbets frá Kína og að hann hafi enga löngun til þess að skemma umgjörð Ólympíuleikana sem fram fara í Beijing í sumar.

Ólympíueldurinn á Keflavíkurflugvelli

Ólympíueldurinn hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli seint í gærkvöldi og var þess vendilega gætt að engin nálgaðist Airbus-þotuna sem flutti hann.

Slökkt á ólympíueldinum í París - fjórir handteknir í mótmælum

Ákveðið var að slökkva á Ólympíueldinum í París fyrir stundu en hlaupa átti með hann um götur borgarinnar áður en hann yrði fluttur vestur um haf á leið til Peking. Ekki liggur fyrir hvers vegna þetta var gert en farið var með kyndilinn inn í rútu.

Hlaup með ólympíueld í Argentínu gekk vel

Greiðlega gekk að hlaupa með ólympíueldinn um götur Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Mótmælendur voru þó mættir til borgarinnar til að vekja athygli á aðgerðum Kínverja í Tíbet, en Ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í ágúst.

Hillary vill sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna

Hillary Clinton hefur hvatt George Bush Bandaríkjaforseta til að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking nema kínversk stjórnvöld geri meiriháttar breytingar á stefnu sinni í mannréttindarmálum.

Bush útilokar ekki að sniðganga opnunarhátíð ÓL

George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann sniðgangi opnunarhátíðina á Ólympíuleikunum í Peking til þess að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet og mannréttindabrotum í Kína.

Bush ræddi við forseta Kína um Tíbet

Bush Bandaríkjaforseti lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í Tíbet í símtali sem hann átti við Hu Jintao, forseta Kína í gær.

Skora á ráðherra að sniðganga Ólympíuleikana

Íslenskir ráðamenn eiga að taka af skarið og sniðganga Ólympíuleikana í Peking að mati skipuleggjenda mótmæla gegn mannréttindabrotum Kínverja á Tíbetum. Birgitta Jónsdóttir skorar á menntamálaráðherra að taka af skarið í stað þess að bíða eftir viðbrögðum annarra ráðherra á Norðurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×