Innlent

6 gistu fangageymslur í nótt

Það var rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 6 gistu þó fangageymslur sem er álíka mikið og í miðri viku að sögn lögreglu. Ástandið var fínt í miðbænum þó eitthvað hafi verið um minniháttar pústra.

Að sögn lögreglu voru það minniháttar brot, svo sem brot á lögreglusamþykkt og áfengislagabrot sem komu þessum 6 í fangaklefa.

Þess ber að geta að mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, og réttara að hafa varann á þegar maður fer út í umferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×