Heimir Hallgrímsson: Þurfum að styrkja okkur Elvar Geir Magnússon skrifar 23. september 2008 19:30 Heimir Hallgrímsson, þjálfari ársins í 1. deild. Mynd/Fótbolti.net Heimir Hallgrímsson hefur áhuga á að halda áfram með ÍBV en þó með ákveðnum forsendum. Eyjamenn komust upp í Landsbankadeildina með því að sigra 1. deildina í sumar. „Það er ekki búið að ganga frá neinu en ég er búinn að segja það að með ákveðnum forsendum þá er ég til í að vera áfram. Mér langar til að vera áfram en við þurfum að breyta nokkrum hlutum svo það sé aðlaðandi að halda áfram," sagði Heimir. „Við erum ekkert að flýta okkur. Við ætlum að njóta þess aðeins að hafa unnið þessa deild áður en við förum að hafa áhyggjur af næsta ári," sagði Heimir en hann var valinn þjálfari ársins í 1. deild í kjöri þjálfara og fyrirliða deildarinnar sem Fótbolti.net stóð fyrir. Heimir hefur þjálfað ÍBV síðan 2006. „Ég tók við ÍBV í mjög erfiðri stöðu á sínum tíma og það er líklega heimskulegasta ákvörðun sem ég hef tekið. Það fór djúpt inn í sálina að falla með ÍBV eftir svona langan tíma í efstu deild. Ég ætla ekki að þykjast vera eitthvað stór maður en þetta langar mig ekki til að upplifa aftur," sagði Heimir. ÍBV átti sex leikmenn í úrvalsliði ársins í 1. deild auk þess að eiga besta þjálfarann og besta leikmanninn. „Ég er mjög hreykinn af strákunum. Þetta uppgjör sýnir að það var enginn ofar öðrum í liðinu og margir sem komu til greina. Liðið er mjög jafnt og erfitt að taka einhvern út," sagði Heimir. Hann telur að ÍBV þurfi að styrkja sig til að vera samkeppnisfært í úrvalsdeildina. „Mér finnst að við þurfum að bæta við okkur sterkum leikmönnum. Við þurfum leikmenn sem standa upp úr í þessum hópi. Þetta er jafn og góður leikmannahópur en við þurfum sterka leikmenn sem standa upp úr og geta borið þetta uppi," sagði Heimir. „Við erum vissir um að halda nánast öllum þeim leikmönnum sem við höfum í dag. Það hafa alltaf verið miklar breytingar hjá ÍBV milli ára en vonandi er sú þróun búin," sagði Heimir. Það er þó ekki búið að ganga frá öllum leikmönnum og til dæmis ekki endanlega ljóst með Atla Heimisson sem valinn var leikmaður ársins í 1. deild. „Það eru lið búin að spyrjast fyrir um Atla. Hann fer í atvinnumennsku en hvenær veit maður ekki. Vonandi fæ ég að halda honum eitt ár í viðbót," sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir og Atli valdir bestir Í dag var opinberað val á úrvalsliðum 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildunum sem kjósa en vefsíðan Fótbolti.net stendur fyrir kjörinu ár hvert. 23. september 2008 18:20 Atli Heimisson: Vantaði bara gullskóinn Atli Heimisson hjá ÍBV var valinn leikmaður ársins í 1. deild en þetta var tilkynnt á hófi sem vefsíðan Fótbolti.net stóð fyrir. Atli er ungur sóknarmaður og hefur verið skæður upp við mark andstæðingana í sumar. 23. september 2008 19:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson hefur áhuga á að halda áfram með ÍBV en þó með ákveðnum forsendum. Eyjamenn komust upp í Landsbankadeildina með því að sigra 1. deildina í sumar. „Það er ekki búið að ganga frá neinu en ég er búinn að segja það að með ákveðnum forsendum þá er ég til í að vera áfram. Mér langar til að vera áfram en við þurfum að breyta nokkrum hlutum svo það sé aðlaðandi að halda áfram," sagði Heimir. „Við erum ekkert að flýta okkur. Við ætlum að njóta þess aðeins að hafa unnið þessa deild áður en við förum að hafa áhyggjur af næsta ári," sagði Heimir en hann var valinn þjálfari ársins í 1. deild í kjöri þjálfara og fyrirliða deildarinnar sem Fótbolti.net stóð fyrir. Heimir hefur þjálfað ÍBV síðan 2006. „Ég tók við ÍBV í mjög erfiðri stöðu á sínum tíma og það er líklega heimskulegasta ákvörðun sem ég hef tekið. Það fór djúpt inn í sálina að falla með ÍBV eftir svona langan tíma í efstu deild. Ég ætla ekki að þykjast vera eitthvað stór maður en þetta langar mig ekki til að upplifa aftur," sagði Heimir. ÍBV átti sex leikmenn í úrvalsliði ársins í 1. deild auk þess að eiga besta þjálfarann og besta leikmanninn. „Ég er mjög hreykinn af strákunum. Þetta uppgjör sýnir að það var enginn ofar öðrum í liðinu og margir sem komu til greina. Liðið er mjög jafnt og erfitt að taka einhvern út," sagði Heimir. Hann telur að ÍBV þurfi að styrkja sig til að vera samkeppnisfært í úrvalsdeildina. „Mér finnst að við þurfum að bæta við okkur sterkum leikmönnum. Við þurfum leikmenn sem standa upp úr í þessum hópi. Þetta er jafn og góður leikmannahópur en við þurfum sterka leikmenn sem standa upp úr og geta borið þetta uppi," sagði Heimir. „Við erum vissir um að halda nánast öllum þeim leikmönnum sem við höfum í dag. Það hafa alltaf verið miklar breytingar hjá ÍBV milli ára en vonandi er sú þróun búin," sagði Heimir. Það er þó ekki búið að ganga frá öllum leikmönnum og til dæmis ekki endanlega ljóst með Atla Heimisson sem valinn var leikmaður ársins í 1. deild. „Það eru lið búin að spyrjast fyrir um Atla. Hann fer í atvinnumennsku en hvenær veit maður ekki. Vonandi fæ ég að halda honum eitt ár í viðbót," sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir og Atli valdir bestir Í dag var opinberað val á úrvalsliðum 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildunum sem kjósa en vefsíðan Fótbolti.net stendur fyrir kjörinu ár hvert. 23. september 2008 18:20 Atli Heimisson: Vantaði bara gullskóinn Atli Heimisson hjá ÍBV var valinn leikmaður ársins í 1. deild en þetta var tilkynnt á hófi sem vefsíðan Fótbolti.net stóð fyrir. Atli er ungur sóknarmaður og hefur verið skæður upp við mark andstæðingana í sumar. 23. september 2008 19:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Heimir og Atli valdir bestir Í dag var opinberað val á úrvalsliðum 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildunum sem kjósa en vefsíðan Fótbolti.net stendur fyrir kjörinu ár hvert. 23. september 2008 18:20
Atli Heimisson: Vantaði bara gullskóinn Atli Heimisson hjá ÍBV var valinn leikmaður ársins í 1. deild en þetta var tilkynnt á hófi sem vefsíðan Fótbolti.net stóð fyrir. Atli er ungur sóknarmaður og hefur verið skæður upp við mark andstæðingana í sumar. 23. september 2008 19:30