Innlent

Ramses kom í nótt - Tár féllu í Leifsstöð

Tilfinningarnar báru fjölskylduna ofurliði þegar Rosemary og Fídel Smári hittu Ramses eftir langan viðskilnað.
Tilfinningarnar báru fjölskylduna ofurliði þegar Rosemary og Fídel Smári hittu Ramses eftir langan viðskilnað. Mynd/Víkurfréttir

Paul Ramses kom til Íslands í nótt á tilsettum tíma eftir að hafa flogið í gegnum Mílanó frá Ítalíu í gærkvöldi. „Já hann kom í nótt og ég fór með Rosemary konu hans að taka á móti honum," sagði Katrín Theódórsdóttir lögfræðingur hans.

Ferðin gekk að óskum samkvæmt Katrínu. „Það var mikil gleðistund þegar fjölskyldan sameinaðist þarna í nótt við heimkomuna en hann hvílir sig núna."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.