Innlent

Tekinn á 150 km hraða

Lögreglan á Hólmavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem mældist á 150 kílómetra hraða í Kollafirði þar sem hámarkshraði er 90. Málið var sent fulltrúa lögreglustjóra til afgreiðslu.

Ökumannsins bíður að öllum líkindum 130 þúsund króna sekt og eins mánaðar ökuleyfissvipting auk fjögurra refsipunkta í ökuferilsskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×