Lífið

Fraiser frékk hjartaáfall

Kelsey Grammer
Kelsey Grammer

Gamanleikarinn Kelsey Grammer sem er hvað þekktastur fyrir túlkun sína á hinum ógleymanlega Fraiser í samnefndum þáttum fékk hjartaáfall um helgina. Leikarinn var staddur á Hawaii þegar hann fékk fyrir hjartað.

„Kelsey líður vel núna og fer heim á morgun," sagði talsmaður leikarans við fjölmiðla í dag. Kelsey var að synda við ströndin í Kona þegar hjartað stöðvaðist í nokkrar sekúndur. Hann var síðan fluttur með þyrlu frá Kona til Honolulu þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.