Lífið

Hætt við Þursatónleika á Nasa

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur verið ákveðið að hætta við fyrirhugaða tónleika með Þursunum á Nasa þann 13. júní.

Í tilkynningu frá Concert segir að lokað hafi verið fyrir sölu á tónleikana og þeir sem höfðu keypt sér miða nú þegar séu beðnir afsökunar á óþægindunum. Þeir séu vinsamlegast beðnir um að leita til Miða.is, sem mun endurgreiða miðana að fullu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.