Innlent

Síðdegisgöngutúr varð kannabismanni að falli

Hundurinn á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar.
Hundurinn á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar.

Hann var óheppinn ungi maðurinn sem átti leið um götu í vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Lögreglan hafði framkvæmt húsleit í götunni þar sem fannst töluvert af fíkniefnum. Þegar lögregla var að yfirgefa vettvanginn átti maðurinn leið hjá og vakti strax óskipta athygli fíkniefnahundsins sem var með í för. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós að hann var með 30 grömm af maiíjúana í fórum sínum.

Í húsleitinni sjálfri fundust 20 kannabisplöntur, 20 e-töflur, 30 grömm af hassi og 25 grömm af öðru efni, hvítu að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Á sama stað fundust einnig sterar.

Í kjölfar þess að efnin fundust á unga manninum var síðan farið til leitar á tveimur öðrum stöðum sem tengjast aðilanum. Á öðrum þeirra fannst enn meira af marijúana, eða rúmlega 100 grömm.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×