Íslenski boltinn

Möguleiki á fjórum Evrópusætum í deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Fram og KR fyrr í sumar.
Úr leik Fram og KR fyrr í sumar.
Fjögur efstu liðin í Landsbankadeild karla fá þátttökurétt í Evrópukeppnunum á næsta ár ef KR verður bikarmeistari karla um aðra helgi og verður í einum af fjórum efstu sætum deildarinnar.

KR og Fjölnir mætast í úrslitum bikarkeppninnar en bikarmeistarar karla fá þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni á næsta ári.

Íslandsmeistararnir keppa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en tvö næstu lið fara í UEFA-bikarkeppnina. Ef bikarmeistararnir verða einnig í 2. eða 3. sæti deildarinnar færist þátttökuréttur í UEFA-bikarkeppninni á liðið sem verður í fjórða sæti.

KR á engan möguleika á öðru sæti deildarinnar. Ef KR verður hins vegar bikarmeistari og nær einnig þriðja sæti deildarinnar mun liðið í fjórða sæti einnig fá þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni.

Ef Fjölnir verður hins vegar bikarmeistari þurfa Reykjavíkurveldin Fram, KR og Valur að bítast um eitt laust sæti í Evrópukeppninni í lokaumferðinni um næstu helgi.

Keflavík og FH eru nú þegar búin að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppnunum á næsta ári þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum í efstu tveimur sætum deildarinnar. Eina spurningin er hvort liðið fer í Meistaradeildina.

Baráttan um Evrópusætin

3. Fram 37 stig (+9 í markatölu)

4. KR 36 (+14)

5. Valur 35 (+7)

Leikir liðanna í lokaumferðinni:

Keflavík - Fram

Valur - KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×