Fótbolti

Van Basten búinn að ákveða hverjir taka vítin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marco Van Basten.
Marco Van Basten. Nordic Photos / Getty Images

Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, hefur þegar ákveðið hvaða leikmenn munu fara á punktinn í vítaspyrnukeppni komi til þess í leik liðsins gegn Rússlandi í fjórðungsúrslitum EM 2008.

Holland hefur fallið úr leik í vítaspyrnukeppni í fjórum af síðustu stórmótum sem liðið hefur tekið þátt í. Holland vann svo loksins í vítaspyrnukeppni á EM í Portúgal fyrir fjórum árum er liðið vann Svíþjóð.

Það verða tveir hollenskir landsliðsþjálfarar sem mætast á laugardaginn því Guus Hiddink er þjálfari Rússana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×