Fótbolti

Skýrist á næsta sólarhring

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu. Nordic Photos / AFP
Roberto Donadoni hefur sent ítölsku pressunni þau skilaboð að þau þurfi ekki að bíða í nema sólarhring eftir staðfestum fregnum varðandi framtíðarhorfur hans í starfi landsliðsþjálfara.

Donadoni er samningsbundinn í tvö ár til viðbótar en orðrómur hefur verið á kreiki að hann verði látinn fara eftir að Ítalía féll úr leik í fjórðungsúrslitum EM 2008.

Forseti ítalska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að hægt er að segja upp samningnum í tíu daga eftir að liðið lýkur keppni á EM ef báðir aðilar eru viljugir til þess.

Donadoni hefur þvertekið fyrir það að hann vilji fá fúlgu fjár í sinn vasa fari svo að hann hætti með ítalska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×