Lífið

Jamie Lynn eignast stúlku

Heilbrigð tólf marka dóttir Jamie Lynn Spears var tekin með keisaraskurði í Kentwood í Louisiana í morgun. Hún er fyrsta barn Jamie, sem er sautján ára, og kærastans Casey, sem er tveimur árum eldri.

Samkvæmt heimildum National Enquirer vildu læknar að barnið yrði tekið með keisara þar sem hún var vitlaust skorðuð, og flaug Britney stóra systir að sjálfsögðu niður til Louisiana systur sinni til halds og trausts.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.