Innlent

Snörpum vindhviðum og mikilli úrkomu spáð

Húseigendur og verktakar eru beðnir að huga að lausamunum og hreinsa frá niðurföllum.
Húseigendur og verktakar eru beðnir að huga að lausamunum og hreinsa frá niðurföllum.

Veðurstofa Íslands spáir slæmu veðri seinni hluta dagsins með snörpum vindhviðum fram eftir kvöldi. Búast má við að vindur færist í aukana upp úr klukkan 15 í Vestmannaeyjum og færist svo hratt suðvestur og vestur yfir landið með mikilli úrkomu, fyrst rigningu og síðar snjókomu.

Búast má við snörpum vindhviðum á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu, á öllu Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi.

Í kjölfarið mun kólna snögglega og mikil hálka verður á Suður- og Vesturlandi með mikilli ísingu og roki.

Þar sem búast má við snörpum vindhviðum og úrkomu eru húseigendur og verktakar á þessum stöðum beðnir að huga að lausamunum og hreinsa frá niðurföllum.

Stórstreymt verður milli 17 og 19 við suðvestanvert landið og eru eigendur báta þar hvattir til að festa þá vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×