Innlent

Eldur í Vestra BA

Slökkviliðsmenn voru kallaðir á vettvang. Mynd úr safni.
Slökkviliðsmenn voru kallaðir á vettvang. Mynd úr safni.

Eldur kom upp í fiskveiðiskipinu Vestra BA, sem er 200 tonna fiskveiðiskip, um tvöleytið í dag.

Lögreglumenn og slökkvilið fór á staðinn og varð vart við mikinn reyk en erfiðlega gekk að finna eldinn. Það tókst þó á endanum og virðist megnið af honum hafa verið í lagnarými undir brúnni.

Ágætlega gekk að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu af völdum elds og reyks en jafnframt frá slökkvifroðu.

Vestri BA liggur við Patreksfjarðarhöfn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×