Lífið

Fyrrverandi vændiskona gefur út fræðslubækur um starfið

Margir snúa sér að ritstörfum þegar þeir setjast í helgan stein. Það gerði Amanda Brooks einmitt, en hún er hinsvegar ekki nema 29 ára gömul.

Eftir áralangan feril sem vændiskona ákvað Amanda að nýta þekkingu sína öðrum til góðs, og gefa út leiðbeiningabækur um starfið. Sú fyrsta nefndist The Foundation, eða Grunnurinn, og fjallar um grundvallaratriði tengd tilfinningalegum og líkamlegum þáttum vinnunnar. Seinni bókin, sem fjallar um markaðssetningu og auglýsingar, útskýrir hvernig má nýta internetið til að kynna þjónustu sína.

Amanda ákvað sem ung stúlka í Texas að starf sem vændiskona myndi henta henni vel. Eftir að hún útskrifaðist úr háskóla vann hún sem barþjónn á stippklúbb áður en hún sneri sér að strippi sjálf. Það vann hún við í fjögur ár áður en hún ákvað að snúa sér að vændi, þá 26 ára.

Henni fannst starfið frábært. „Ég var glöð, stjórnaði lífi mínu sjálf, auðug, hraust, sátt við sjálfa mig og frjáls. Mér gekk vel og ég svaf eins og barn hverja nótt," sagði Amanda. Hún segist hafa valið kúnna sína af kostgæfni, og að það versta sem hún hafi lent í hafi verið að þeir neituðu að borga henni. „Það að blanda peningum og kynlífi gerir það ekki endilega ofbeldisfullt og hræðilegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.