Innlent

Hagkaup styrkir Mæðrastyrksnefnd

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri, og Arndís Arnarsdóttir, starfsmannafulltrúi, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét K. Sigurðardóttir frá Mæðrastyrksnefnd.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri, og Arndís Arnarsdóttir, starfsmannafulltrúi, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét K. Sigurðardóttir frá Mæðrastyrksnefnd.

Hagkaup afhenti nýverið fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur tveggja milljóna króna framlag til leikfangakaupa fyrir yngstu kynslóðina.

,,Við skoðuðum málið og töldum að í því erfiða árferði sem við nú erum að upplifa geti börnin orðið útundan," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. ,,Það er nauðsynlegt að börn fái að upplifa þá gleði sem fylgir því að njóta gleðilegra jóla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×