Enski boltinn

Ancelotti: Ég verð áfram hjá Milan

NordcPhotos/GettyImages

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir forráðamenn Chelsea ekki hafa sett sig í samband við sig og boðið sér knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Hann segist 150% öruggur um að halda áfram hjá Milan.

Sky-fréttastofan sagðist síðdegis hafa heimildir fyrir því að Chelsea hefði náð samkomulagi við Ancelotti um að taka við stjórastöðunni af Avram Grant, en Ítalinn þvertekur fyrir það.

Chelsea sendi líka frá sér yfirlýsingu undir kvöldið þar sem fram koma að félagið hefði ekki sett sig í samband við nokkurn mann enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×