Erlent

Obama vann í Wyoming

Barack Obama hafði sigur á Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins í Wyoming í Bandaríkjunum í gær. Sigurinn er sagður styrkja framboð Obama eftir ósigur í Ohio og Texas í síðustu viku en vonir Obama stóðu til þess að hann hefði betur þar.

Þá hefði Clinton líkast til dregið framboð sitt til baka. Obama hefur nú fleiri landsfundarfulltrúa en Clinton en hvorugt þeirra hefur náð meirihlutanum sem þarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×