Innlent

Makríll í nótina hjá Hoffelli

Makríll kom í nótina hjá síldveiðiskipinu Hoffelli þegar skipið var að síldveiðum á Breiðafirði nýverið, en ekki er vitað til að makríll hafi sést á þessum slóðum áður.

Það veiddust hins vegar 110 þúsund tonn af honum innan íslenskrar lögsögu austur af landinu í sumar, öllum að óvörum. Þrátt fyrir það vilja Norðmenn og Evrópusambandið ekki ljá máls á því að íslendingar fái hlut í heildarkvótanum og héldu því nýverið fram að makríll sæist ekki við Ísland.

110 þúsund tonnin hafa því komið ólöglega til landsins að mati talsmanna loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sem fjalla um málið á heimasíðu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×