Innlent

Lagt til að ráðuneyti dragi saman útgjöld um tíu prósent

MYND/E.Ól

Gert er ráð fyrir að hvert ráðuneyti dragi saman útgjöld sín um 10 prósent miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp næsta árs.

Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, staðfesti við Vísi í morgun að fjármálaráðuneytið hafi sent öllum ráðuneytunum bréf þar sem óskað var eftir tillögum að því með hvaða hætti slíkur niðurskurður gæti komið til framkvæmda. Reiknað væri með því að fjármálaráðuneytið fengi svör frá ráðuneytunum næstkomandi fimmtudag.

Útjöld ráðuneytanna samkvæmt fjáralagafrumvarpi 2009 eru 507 milljarðar sem þýðir að ef öll ráðuneyti spara um 10 prósent nemur heildarsparnaðurinn um 51 milljarði. Ef horft er til einstakra ráðuneyta þýddi þetta að heilbrigðisráðuneytið þyrfti að spara um 12 milljarða, félagsmálaráðuneytið um 5,4 milljarða og dómsmálaráðuneytið um 2,7 milljarða svo dæmi séu tekin. Ekkert er þó ákveðið í þessum efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×