Innlent

Ásmundur er virti bankasérfræðingurinn

Ásmundur Stefánsson.
Ásmundur Stefánsson. MYND/GVA

Í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kemur fram að virtur bankasérfræðingur hafi verið skipaður til að stýra endurskipulagningu bankanna. Sérfræðingurinn starfar á vegum forsætisráðherra og samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu er það Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem gegnir þessu starfi.

Viljayfirlýsingin var birt í heild sinni á vef dv.is í dag. Þar kemur einnig fram að skipa eigi nefnd undir forystu bankasérfræðingsins sem í eiga sæti fulltrúar frá forsætisráðuneyti, Fjármálaeftirliti, Seðlabanka, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti.

Hér að neðan má sjá fimmta tölulið viljayfirlýsingarinnar þar sem rætt er um aðkomu bankasérfræðingins:

„Ákveðið skipulag er komið á við skil yfirteknu bankanna og leiðir til að hámarka heimtur eigna með gagsæjum hætti. Aðkoma okkar hefur verið þróuð undanfarna daga.

Virtur bankasérfræðingur var skipaður til að stýra endurskipulagningu bankanna. Sérfræðingurinn starfar á vegum forsætisráðherra og ber ábyrgð á að þróa, innleiða og skýra frá heildstæðri aðgerðaráætlun um endurskipulagninu bankanna. Til að samræma stefnu og aðgerðir stjórnvalda hefur verið skipuð nefnd sem bankasérfræðingurinn stýrir og í eiga sæti fulltrúar frá forsætisráðuneyti, Fjármálaeftirliti, Seðlabanka, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti (þarf að vera lokið fyrir afgreiðslu áætlunnar)."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×