Þurfum fimm milljarða dollara en ekki sex 17. nóvember 2008 17:20 Fjármögnungarþörf ríkisins vegna hinna miklu efnahagsþrengina er ekki sex milljarðar dollara heldur fimm milljarðar. Tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og afgangurinn frá hinum norrænu ríkjunum og Póllandi ásamt fleiri löndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. Þar var kynnt viljayfirlýsing stjórnvalda vegna samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að gert yrði ráð fyrir að umsóknin um lánin yrði tekin fyrir á næstu dögum. Alþingi fengi upplýsingar um málið með þingsályktunartillögu og hún yrði tekin til umræðu og atkvæði greidd um það hvort ganga ætti til samstarfsins. Fegin að geta kunngert áætlun Fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra að hún væri afskaplega fegin að geta kunngert áætlun stjórnvalda sem unnin hefði verið í samráði við marga aðila, þar á meðal aðila vinnumarkaðarins og Seðlabankans, því það fylgdi því ákveðin ónotakennd að geta ekki sagt frá þessu. Hér væru ekki á ferðinni leyndarmál en eins og kunnugt væri væru reglur í gildi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stjórnvöld hafi fengið heimild um helgina til þess að gera samkomulagið opinbert og yrðu efnisatriðin skýrð á sérstakri vefsíðu á heimasvæði forsætisráðuneytisins sem opnuð yrði í dag. Skuldir ríkisins stóraukast Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, leiddi vinnu við samkomulagið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann fór yfir það á blaðamannafundinum en efni þess hafði þegar lekið út og var að finna á vef DV í dag. Friðrik sagði að samkomulagið væri þríþætt og sneri að endurskipulagningu bankakerfisins, stefnu í opinberum fjármálum og í peninga- og gengismálum. Í þessu fælist meðal annars að regluumgjörð bankakerfisins yrði endurskoðuð og bankaeftirlit bætt. Þá sagði Friðrik ljóst að skuldir ríkisins myndu stóraukast og fara úr 27 prósentum af landsframleiðslu í ár í 109 prósent í lok næsta árs. Fjárlagahalla yrði leyft að aukast á næsta ári því samdráttur yrði í þjóðarbúskapnum. Á næstu árum yrði að ná tökum á skuldsetningu ríkissjóðs og því yrði í skrefum að lækka undirliggjandi halla ríkissjóðs. Afkoman yrði jákvæð árið 2011 og um 2-3 prósent árið 2012 og fyrr færu skuldirnar ekki að lækka. Þá sagði Friðrik að gripið yrði til nokkurra aðgerða í peningamálum til þess að hefta flæði fjármagns frá landinu. Vextir hefðu verið hækkaðir og ekki væri útilokað að þeir yrði hækkaðir frekar. Þá yrði aðgangi bankanna að fjármagni stýrt, gjaldeyrisforðinn efldur til þess að koma í veg fyrir of miklar sveiflur á gengi og þá væri möguleiki að beita gjaldeyrishöftum á fjármagnshreyfingar. Nefnd skoðar gjörðir embættismanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru spurð út í þær tölur viljayfirlýsingarinnar að lánsfjárþörfin væri 24 milljarðar dollara en ekki sex. Sagði Geir að þetta væri vegna skuldbindinga einkaaðila en stór hluti þess fjár yrði afskrifaður vegna greiðsluþrots bankanna og því væri lánsfjárþörfin fimm milljarðar dollara. Hann vildi ekki greina frá því á þessari stundu hvaða þjóðir auk hinna norrænu og Pólverja myndu lána Íslendingum. Um rannsókn á gjörðum ráðamanna og stjórnenda stofnenda sagði Ingibjörg Sólrún að rannsókn á bankahruninu yrði tvíþætt. Það væri sérstakur saksóknari sem myndi rannsaka hugsanlega saknæma háttsemi í bönkunum og svo yrði skipuð sérstök nefnd sem velta ætti við hverjum steini sem lyti að öllu, bönkum, stofnunum og stjórnmálamönnum. Ef hún kæmist að einhverju yrði því vísað til hins sérstaka saksóknara. Aðspurður hvenær krónan yrði sett á flot sagði Geir að það tæki um tíu daga frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiddi umsókn Íslands og þar til peningar kæmu þaðan til landsins og þá yrði farið að huga að því. Hann taldi víst að krónan yrði sett á flot fyrri áramót. Viljayfirlýsingu stjórnvalda vegna IMF-láns má sjá hér. Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fjármögnungarþörf ríkisins vegna hinna miklu efnahagsþrengina er ekki sex milljarðar dollara heldur fimm milljarðar. Tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og afgangurinn frá hinum norrænu ríkjunum og Póllandi ásamt fleiri löndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. Þar var kynnt viljayfirlýsing stjórnvalda vegna samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að gert yrði ráð fyrir að umsóknin um lánin yrði tekin fyrir á næstu dögum. Alþingi fengi upplýsingar um málið með þingsályktunartillögu og hún yrði tekin til umræðu og atkvæði greidd um það hvort ganga ætti til samstarfsins. Fegin að geta kunngert áætlun Fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra að hún væri afskaplega fegin að geta kunngert áætlun stjórnvalda sem unnin hefði verið í samráði við marga aðila, þar á meðal aðila vinnumarkaðarins og Seðlabankans, því það fylgdi því ákveðin ónotakennd að geta ekki sagt frá þessu. Hér væru ekki á ferðinni leyndarmál en eins og kunnugt væri væru reglur í gildi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stjórnvöld hafi fengið heimild um helgina til þess að gera samkomulagið opinbert og yrðu efnisatriðin skýrð á sérstakri vefsíðu á heimasvæði forsætisráðuneytisins sem opnuð yrði í dag. Skuldir ríkisins stóraukast Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, leiddi vinnu við samkomulagið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann fór yfir það á blaðamannafundinum en efni þess hafði þegar lekið út og var að finna á vef DV í dag. Friðrik sagði að samkomulagið væri þríþætt og sneri að endurskipulagningu bankakerfisins, stefnu í opinberum fjármálum og í peninga- og gengismálum. Í þessu fælist meðal annars að regluumgjörð bankakerfisins yrði endurskoðuð og bankaeftirlit bætt. Þá sagði Friðrik ljóst að skuldir ríkisins myndu stóraukast og fara úr 27 prósentum af landsframleiðslu í ár í 109 prósent í lok næsta árs. Fjárlagahalla yrði leyft að aukast á næsta ári því samdráttur yrði í þjóðarbúskapnum. Á næstu árum yrði að ná tökum á skuldsetningu ríkissjóðs og því yrði í skrefum að lækka undirliggjandi halla ríkissjóðs. Afkoman yrði jákvæð árið 2011 og um 2-3 prósent árið 2012 og fyrr færu skuldirnar ekki að lækka. Þá sagði Friðrik að gripið yrði til nokkurra aðgerða í peningamálum til þess að hefta flæði fjármagns frá landinu. Vextir hefðu verið hækkaðir og ekki væri útilokað að þeir yrði hækkaðir frekar. Þá yrði aðgangi bankanna að fjármagni stýrt, gjaldeyrisforðinn efldur til þess að koma í veg fyrir of miklar sveiflur á gengi og þá væri möguleiki að beita gjaldeyrishöftum á fjármagnshreyfingar. Nefnd skoðar gjörðir embættismanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru spurð út í þær tölur viljayfirlýsingarinnar að lánsfjárþörfin væri 24 milljarðar dollara en ekki sex. Sagði Geir að þetta væri vegna skuldbindinga einkaaðila en stór hluti þess fjár yrði afskrifaður vegna greiðsluþrots bankanna og því væri lánsfjárþörfin fimm milljarðar dollara. Hann vildi ekki greina frá því á þessari stundu hvaða þjóðir auk hinna norrænu og Pólverja myndu lána Íslendingum. Um rannsókn á gjörðum ráðamanna og stjórnenda stofnenda sagði Ingibjörg Sólrún að rannsókn á bankahruninu yrði tvíþætt. Það væri sérstakur saksóknari sem myndi rannsaka hugsanlega saknæma háttsemi í bönkunum og svo yrði skipuð sérstök nefnd sem velta ætti við hverjum steini sem lyti að öllu, bönkum, stofnunum og stjórnmálamönnum. Ef hún kæmist að einhverju yrði því vísað til hins sérstaka saksóknara. Aðspurður hvenær krónan yrði sett á flot sagði Geir að það tæki um tíu daga frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiddi umsókn Íslands og þar til peningar kæmu þaðan til landsins og þá yrði farið að huga að því. Hann taldi víst að krónan yrði sett á flot fyrri áramót. Viljayfirlýsingu stjórnvalda vegna IMF-láns má sjá hér.
Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira